Stökkt hrökkkex og allra besti hummusinn

Home / Stökkt hrökkkex og allra besti hummusinn

Ég hef ítrekað verið beðin um að setja inn uppskrift af mínum uppáhalds hummus og eftir nokkra mánaða aðlögunar- og umhugsunarfrest er ég loksins tilbúin að deila uppskrift af hummus sem er að mínu mati sá allra besti. Hér eru það sólþurrkuðu tómatarnir sem setja algjörlega punktinn yfir i-ið.

Með honum fylgir svo uppskrift af frábæru hrökkkexi sem er líka í miklu uppáhaldi en uppskriftin birtist upprunarlega í tímariti Sumarhúsið og garðurinn ásamt fleiri girnilegum uppskriftum frá GulurRauðurGrænn&salt. Hollt, gott og ofureinfalt = We like!

IMG_3791

IMG_3807

Hrökkkex
50 g haframjöl
50 g sesamfræ
50 g graskersfræ
50 g hörfræ
2 tsk lyftiduft
½ tsk sjávarsalt
100 g spelthveiti
100 g hveitiklíð
2 ½ dl vatn
¾ dl olía

  1. Setjið öll hráefnin saman í skál og blandið vel saman.
  2. Skiptið deiginu í tvo hluta og setjið á bökunarplötur með smjörpappír leggið smjörpappír yfir deigið og rúllið með kökukefli yfir þannig að það dreifist vel úr því.
  3. Notið pizzahníf til að skipta deiginu niður í bita, stærð að eigin vali. Setjið í 180°c heitan ofn í um 15-20 mínútur.

 

Hummus með sólþurrkuðum tómötum
450 g kjúklingabaunir, soðnar
2-3 hvítlauksrif, pressuð
1 ½ tsk sjávarsalt
5 msk safi úr ferskri sítrónu
60 ml vatn
55 g tahini
60 ml ólífuolía
3-4 msk sólþurrkaðir tómatar (sólþurrkaðir tómatar)

  1. Setjið kjúklingabaunir, hvítlauk og sjávarsalt í matvinnsluvél, stillið vélina á pulse og vinnið í um 30 sekúndur. Bætið sítrónusafa og vatni saman við og vinnið í aðrar 30 sekúndur.
  2. Bætið tahini og blandið saman. Hellið síðan ólífuolíu varlega saman við meðan vélin er í gangi. Að lokum setjið þið sólþurrkuðu tómatana út í og blandið vel saman.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.