SúkkulaðibitaBomba

Home / SúkkulaðibitaBomba

Ommnommmnommm……þessi eftirréttur er fyrir alla eftirrétta elskendur þarna úti.
Það tekur enga stund að skella í eina svona dásamlega stökka súkkulaði-karmellusnilld og upplifunin er himnesk. Skelltu tveimur stjörnuljósum í og þú ert komin með áramótaréttinn þetta árið. Það er engin þörf fyrir fleiri orð…þessi selur sig alveg sjálf!

SúkkulaðibitaBomban
1 bolli = 230 ml
230 gr smjör, mjúkt
1 bolli púðusykur
1/2 bolli sykur
2 egg
2 tsk vanilludropar
2 1/4 bolli hveiti
1 tsk sterkt kaffi
1 tsk lyftiduft
1 tsk salt
230 gr. súkkulaðidropar

vanilluís
karmellusósa
súkkulaðisósa
rjómi
kokteil kirsuber

Aðferð

  1. Hitið ofninn á 180 °c
  2. Blandið saman smjöri, púðusykri og sykri og hrærið þar til þetta hefur blandast vel saman. Bætið þá eggjum og vanilludropum útí og hrærið saman.
  3. Blandið saman í aðra skál hveiti, kaffi, lyftidufti og salti. Bætið saman við blautu hráefnin og hrærið varlega saman. Bætið síðan súkkulaðidropunum útí og hrærið varlega.
  4. Smyrjið 33 x 23 cm form og látið deigið í formið.
  5. Bakið í um 25-30 mínútur eða þar til kakan er tilbúin. Kælið í forminu
  6. Skerið kökuna í nokkra teninga. Látið á disk. Látið ísinn yfir kökuna. Sprautið súkkulaði og karmellusósu yfir. Sprautið rjóma og toppið með kirsuberi.

Ertu búin..ertu búin..ertu búin..megum við núna? Og svo var kakan allt í einu búin!

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.