Þegar ég hugsa um fullkomnun í bakstri hefur hugurinn oft leitað til Melkorku muffins sem færðu mig og aðra sem þær smökkuðu til muffinshimna. Þessar súkkulaðimuffins með rjómaostafyllingu eru nú komnar í sama flokk enda algjörlega ólýsanlega góðar og verða að komast á to do listann þinn.
Súkkulaðideig sett í muffinsform
Að lokum er rjómaostaglassúr sett ofaná
Súkkulaðimuffins með rjómaostafyllingu
ca. 12 stk
Súkkulaðimuffins
200 g Kornax hveiti
125 g sykur
40 g kakó, t.d. frá Nóa og Síríus
1/2 tsk natron
½ dl olía
1 ½ tsk hvítvínsedik
½ tsk vanilluextract
Rjómaostafylling
150 g rjómaostur
60 g sykur
1 egg
½ tsk vanilludropar
hnífsoddur salt
100 g Nóa og Síríus súkkulaðidropar
Rjómaosta glassúr
300 g flórsykur
20 g ósaltað smjör
125 g rjómaostur (við stofuhita)
- Gerið súkkulaðimuffins með því að blanda saman hveiti, sykri, kakó og natron saman. Í aðra skál hrærið saman olíu, ediki, vanilludropum ásamt 1 ½ dL af vatni. Hellið því rólega útí hveitiblönduna og þeytið á meðan. Látið í muffinsform og fyllið ca. 2/3 af forminu.
- Þeytið rjómaost, sykur, egg, vanillu og salt saman þar til það er orðið jafnt og loftkennt. Bætið við súkkulaðidropunum varlega með sleif. Setjið um matskeið af ostafyllingunni ofaná kökublönduna og bakið í 170°c heitum ofni í sirka 20mín, eða þar til ostafyllingin hefur fengið jafnan gullinn lit. Varist að baka þær of lengi því þá verður fyllingin þurr.
- Takið kökurnar út og leyfið þeim kólna smávegis í forminu. Takið svo kökurnar úr formunum og leyfið þeim að kólna alveg.
- Gerið rjómaostaglassúrinn með því að hræra saman flórsykri og smjör saman. Bætið rjómaosti saman við og hrærið í um 3 mínútur eða þar til blandan er orðin létt og ljós.
- Þegar kökurnar eru orðnar kaldar smyrjið þá rjómaosta glassúrnum á og skreytið með því að sigta smá kakó yfir.
Leave a Reply