Gúrmei hamborgarar með ómótstæðilegri avacadó-chilísósu

Home / Gúrmei hamborgarar með ómótstæðilegri avacadó-chilísósu

Það er ekki lítið sem maður gleðst yfir því að geta farið að nota grillið eithvað af viti og ósjaldan sem hamborgarar verða fyrir valinu. Hvort sem það er hversdags eða um helgar, yfir boltanum eða með fjölskyldunni að þá eiga þeir alltaf við og bara spurning hvernig þeir eru eldaðir. Persónulega þykir mér betra að hafa borgarana í þykkara lagi og finnst gott að geta keypt 120 g hamborgara frá Kjarnafæði en þeir eru seldir 10 stk. saman í pakka og fást frosnir í öllum helstu matvöruverslunum landsins.

Uppskriftin að þessum borgurum hefur fylgt mér lengi og oft gleymst, en núna er hennar tími kominn. Sósan spilar hér risastórt hlutverk en hún er í hollari kantinum gerð úr sýrðum rjóma, avacadó og sweet chilí. Með þessari sósu eru þið komin með vinningsborgara á örstuttum tíma.

IMG_1975 IMG_2012 IMG_2017 IMG_2032-2 IMG_2047-2

Gúrmei borgarar með vinningssósu
Fyrir 4-6
6 hamborgarar, t.d. 120 g. frá Kjarnafæði
6 hamborgarabrauð
ostur, t.d. blámygluostur
svartur pipar
grænmeti að eigin vali

Avacadóchilísósa
1 dós sýrður rjómi
2 avacadó, afhýdd og steinninn fjarlægður
3-6 msk sweet chilí (eða meira eftir smekk)

  1. Piprið hamborgarana ríflega báðu megin og grillið. Látið ostinn á undir lokin og takið hamborgarana af grillinu þegar osturinn er bráðinn. Grillið hamborgarabrauðin lítillega.
  2. Gerið hamborgarasósuna með því að blanda saman sýrðum rjóma, avacadó og stappið avacadóið saman við. Mér þykir gott að hafa nokkra stærri bita af avacadó í sósunni þannig að ég stappa þetta gróflega en það er smekksatriði. Smakkið sósuna til með sweet chilí.
  3. Berið strax fram ásamt fullt af grænmeti og borðið með bestu lyst.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.