Tómatsúpa með grillaðri papriku, stökku beikoni og fetaostakurli

Home / Tómatsúpa með grillaðri papriku, stökku beikoni og fetaostakurli

Ómótstæðileg súpa sem yljar á fallegu haustkvöldi. Súpan er auðveld í gerð þó svo að einhverjir gætu talið það auka flækjustigið að grilla papriku, en það er nú eins auðvelt og það gerist og aðferðina má sjá hér. Grilluð paprika er frábær í matargerð og hér er hún í félagskap með volgum tómötum, stökku beikonu og fetaostakurli.  Uppskriftina sá ég á matarblogginu Top with cinnamon en þar má nú finna mikið magn af girnilegum uppskriftum og þessa varð ég að prufa strax og var sko ekki fyrir vonbrigðum. Mæli með að þið eldið þessa næst þegar súpulöngunin kemur yfir ykkur.

IMG_1212

Bjútífúl súpa og falleg viskustykki úr versluninni Snúran

Tómatsúpa með grillaðri papriku, stökku beikoni og fetaostakurli
500 g tómatar
2 msk olía
3-4 sneiðar beikon
2 paprikur, rauðar
1 rauðlaukur, gróflega saxaður
½ tsk sjávarsalt
2 msk balsamik edik
2 msk hrásykur
500 ml grænmetissoð (eða vatn og 1-2 grænmetisteningar)
50 gr fetaostur, olían tekin frá
steinselja, fersk (má sleppa)

  1. Skerið tómatana í 4 hluta og látið á ofnplötu. Stráið 1 msk af olíu yfir tómatana og piprið. Setjið inn í 200°c heitan ofn í um 45 mínútur. Steikið beikonið þar til stökkt og takið síðan af pönnunni. Geymið fituna sem verður eftir á pönnunni, hana notið þið á eftir.
  2. Grillið paprikurnar í ofni eða yfir gasi þar til þær eru orðnar næstum því alveg svartar (já brenndar), munið að snúa þeim þannig að þær verði eins á öllum hliðum. Setjið paprikurnar því næst í plastpoka, lokið honum og leyfið þeim að vera þar í 10 mínútur. Takið þær þá úr pokanum og notið hníf til að taka stilkann af. Fjarlægið síðan allt svarta hýðið af paprikunni.
  3. Hellið olífuolíunni og beikonfitunni í stóran pott ásamt rauðlauknum og steikið lítilliega. Bætið svo tómötunum, paprikunum, salti, balsamik ediki og sykri út í pottinn. Hellið grænmetiskraftinum út í og hrærið vel í pottinum. Látið malla í um 10 mínútur. Maukið með töfrasprota eða í matvinnsluvél og látið malla aftur í 10 mínútur.
  4. Hellið í skálar og berið fram með stökku beikoni, fetaostakurli og steinselju.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.