Tómatsúpa undir tælenskum áhrifum

Home / Tómatsúpa undir tælenskum áhrifum

Nú er rétti tíminn til að kveikja á kertum, kúra undir teppi og gæða sér á bragðgóðri súpu eins og þessari hér. Tómatsúpur eru að okkar mati ávallt svo ljúfar og góðar og hér nálgast hún fullkomnun með Thailenskum áhrifum.

img_4874-2-6

Tómatsúpa undir tælenskum áhrifum

 

Thai tómasúpa með kókos
4 stk rauðlaukur, gróft saxaðir
10 cm engifer, rifið
1-2 stk rautt chilí, saxað
2 dl kókosmjöl
1 dós kókosmjólk, t.d. Blue dragon Coconut milk
2 dósir tómatar, heilir
4 stk þurrkuð lime blöð (má sleppa alveg eða rífa um 1/2 lime til viðbótar)
2 stk paprikur, saxaðar
2 dl vatn
1 grænmetisteningur
1 lime, safi og fínrifinn bökurinn
1 tsk sítrónupipar
1 tsk cumin
2 msk soyasósa, t.d. Dark soy sauce frá Blue dragon
2 msk fiskisósa, t.d. Fish sauce frá Blue dragon
2 msk olía
ferskt kóríander, saxað (má sleppa)

  1. Hitið olíu og steikið lauk og papriku og því næst engifer, chilí, safa úr lime og fínrifinn börkinn og þurrkuð lime blöð.
  2. Blandið kókosmjöli saman við og hrærið í 2 míntur og bætið síðan kókosmjólk, tómötum, soyasósu, fiskisósu, sítrónupipar, cumin og vatni saman við. Ekki kremja tómatana fyrr en þeir hafa mallað í um 30 mínútur.
  3. Leyfið þessu að malla í 30 mínútur. Berið fram með límónubátum og kóríander.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.