Tortilla með nautakjöti mozzarellaosti og spínati

Home / Tortilla með nautakjöti mozzarellaosti og spínati

Föstudagskvöld eru alltaf æðisleg! Vikan að klárast og tími til að hafa það notalegt með fjölskyldu og vinum, sofa út (svona eins langt og það nær), sundferðir, bakstur og almenn huggulegheit. Á föstudagskvöldum er nennan til að vera lengi í eldhúsinu hinsvegar lítil, en þá langar okkur samt í eitthvað voðalega gott. Þessi réttur smellpassar inní þann ramma því hann er fljótlegur, einfaldur og jammígóður!

Tortilla með nautafille, mozzarella og spínati
fyrir 4
ca 300 gr nautafille
salt og pipar
olía
8 tortillur
spínat, saxað
1 búnt fersk basilíka
rauðlaukur, smátt skorinn
paprika, smátt skorinn
rautt chillí (má sleppa), smátt skorið
mozzarellaostur, rifinn (þessi í pokunum)
fetaostur
salt og pipar

Aðferð

  1. Saltið og piprið kjötið og steikið svo á pönnu með smá olíu við háan hita, í um 3 mínútur á hvorri hlið. Látið kjötið inní 180°c heitan ofn í 10-15 mínútur eða þar til kjötið er orðið eldað eins og ykkur líkar best. Látið standa í 5-10 mínútur og skerið í þunnar sneiðar.
  2. Takið eina tortillu og dreifið yfir hana, spínati, basilíku, papriku, rauðlauk, chillí, kjötsneiðum, mozzarella og feta. Passið að ofhlaða ekki á hana. Saltið og piprið.
  3. Leggið aðra tortillu yfir og steikið á pönnu í við meðalháan hita. Súið einu sinni við. Athugið að það er gott að nota tvo spaða þegar tortillunni er snúið við og svo tekin af pönnunni svo hún brotni ekki.
  4. Skerið niður í sneiðar.
    Gott að bera fram með sýrðum rjóma, tómatsalsa, hrísgrjónum og muldu nachosi.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.