Það er alltaf svo gaman að vera spenntur fyrir uppskriftum sem maður veit að eru 100% “success”. Svona uppskriftir sem allir elska og þú öðlast 15 mínútna frægð í vinahópnum eða á vinnustaðnum. Þetta er einmitt þannig uppskrift…þú skilur um leið og þú smakkar….ummmmmm! Þriggja laga hráfæðinammi með möndlu og döðlubotni, hnetumulningi og súkkulaðisósu. Hollt en ómótstæðilega gott.
Þvílík sæla!
Þriggja laga hráfæðinammi
Botn
200 g möndlur (ég notaði möndlur með hýði frá Himneskri hollustu)
250 g steinlausar döðlur, t.d. frá Himneskri hollustu
1 ½ tsk vanilludropar
- Setjið hráefnin í matvinnsluvél og vinnið þar til hráefnin eru orðin að einni deigkúlu. Ef döðlurnar eru ekki nægilega safaríkar gæti þurft að setja nokkra dropa af vatni út í og þá ætti þetta fljótlega að mótast í kúlu.
- Setjið deigið í form og mótið þykkt að eigin vali. Botninn hjá mér var um 1 cm myndi ég halda.
Miðlag
1 msk hnetusmjör
1 msk kókosolía (í fljótandi formi)
30 g möndlur, saxaðar
- Blandið hnetusmjöri og kókosolíu saman og hellið yfir botninn.
- Stráið söxuðum möndlum yfir allt og látið inn í frysti í um 20 mínútur.
Súkkulaðikrem
3 msk kókosolía, fljótandi
2 msk kakó
1 msk hnetusmjör
- Blandið hráefnunum vel saman. Takið nammið úr frysti og hellið yfir nammið.
- Skerið í bita og geymið í kæli eða frysti.
Leave a Reply