Uppskriftin að allra bestu skinkuhornunum!

Home / Uppskriftin að allra bestu skinkuhornunum!

Mig langar til að deila með ykkur frábærri uppskrift að skinkuhornum.  Upprunarlega kemur þessi uppskrift frá henni Guðmundu Ingimundardóttur og birtist í Ostalyst en hana sendi hún Guðmunda inn á sínum tíma.  Takk kærlega fyrir uppskriftina elsku Guðmunda. Hún hefur glatt svo marga :)

Skinkuhornin eru dásamlega mjúk og þau vekja ávallt lukku. Hægt er að leika sér með hveitið og hafa hveiti og spelt til helminga eða hveiti og heilhveiti. Einnig er gott að prufa að láta dijon sinnep og hvítlauksmyrju. Hvað sem þið gerið þá ætti þessi ekki að klikka. Njótið vel!

 

Allra bestu skinkuhornin
100 g smjör
900 g hveiti
60 g sykur
1/2 tsk salt
1/2 lítri mjólk
1 pakki þurrger

Fylling
1 pakki skinkumyrja
skinka, smátt skorin
rifinn ostur

Penslun
Mjólk
Birkifræ

 

  1. Blandið saman hveiti, sykri og salti og myljið smjörið út í. Hitið mjólkina rétt volga ca. 28 gráður og leysið gerið upp í henni,
  2. Hellið mjólkinni saman við þurrefnin og hnoðið. Látið lyfta sér í 40 mín.
  3. Hnoðið aftur og látið lyfta sér í 30 mín.
  4. Skiptið deginu í fimmm hluta. Hvern hluta á að fletja út í hring og skipta í 8 hluta (alveg eins og gert er með pizzur) setja ca. 1/2 – 1 tsk af skinkumyrju á hvern hluta, ásamt skinku og rifnum osti og rúlla upp í horn. Pensla með mjólk og strá fræum ofan á (má sleppa). Bakist við 200 gráða hita þangað til hornin eru orðin ljósbrún.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.