Bleikja þykir mér alltaf svo bragðgóð og best elduð á einfaldan hátt. Þrátt fyrir að ég sé alsæl með bleikju steikta uppúr smjöri með steinselju og hvítlauk (namm) þá langar mig að gefa ykkur uppskrift af bleikju með hunangi og möndluflögum sem er reyndar einnig mjög einföld og virkilega góð. Njótið vel! Einfalt og...
Tag: <span>bleikja</span>
Mango chutney bleikja sem slær öllu við!
Mér féllust gjörsamlega hendur þegar ég gerði þennan fiskrétt í fyrsta sinn. Börnin sem nokkrum mínútum áður höfðu horft á mig illum augum þegar þau fréttu að það væri fiskur í matinn spurðu hvort ég gæti ekki gert meira eftir að þau höfðu sleikt diskana sína. Bleikja í mangóchutney með söxuðum hvítlauk er himneskur réttur...
Hunangsmarineruð bleikja með soyasósu og pistasíuhnetum
Ég fékk svo dásamlega sendingu frá Ektafiski um daginn eða ýmsar tegundir af hágæðafiski frá þeim. Það kom sér heldur betur vel enda er ég stöðugt að reyna að auka fiskineyslu fjölskyldunnar. Í sendingunni var meðal annars þessi fallega bleikja sem kemur frá Rifósi í Kelduhverfinu og er víst með þeim betri á markaðinum. Ég gerði marineringu sem...
Bleikja í kókosmjólk
Fagur fiskur í sjó…. Þið þekkið eflaust öll hversu vel chilí, hvítlaukur og engifer eiga saman. Bætið kókosmjólk útí og þið eruð komin með sól og sumaryl í eldhúsið og það í október og toppið það! Þið stjórnið því hversu sterkan þið viljið hafa réttinn en hér vann ég með hálfan chilí með fræjum og...