Mango chutney bleikja sem slær öllu við!

Home / Fiskur / Mango chutney bleikja sem slær öllu við!

Mér féllust gjörsamlega hendur þegar ég gerði þennan fiskrétt í fyrsta sinn. Börnin sem nokkrum mínútum áður höfðu horft á mig illum augum þegar þau fréttu að það væri fiskur í matinn spurðu hvort ég gæti ekki gert meira eftir að þau höfðu sleikt diskana sína.

Bleikja í mangóchutney með söxuðum hvítlauk er himneskur réttur sem þið ættuð að gera sem allra fyrst. Hann er eins einfaldur og þeir gerast og hann munu allir elska.  PROMISE!

 

IMG_3988

Þessi dásemd slær allt út í einfaldleika sínum 

Bleikja í mangóchutneysósu
Fyrir 4

700 -800 g bleikja
1 krukka (250 ml) mango chutney, t.d. Patak’s Sweet Mango chutney
6 hvítlauksrif, söxuð smátt
2 cm engifer, saxað smátt
2 msk soyasósa, t.d. Blue dragon dark soy sauce
svartur pipar

  1. Blandið mangó chutney, engifer, hvítlauk og soyasósu saman í skál og piprið að eigin smekk.
  2. Skerið bleikjuna minni stykki og þekjið með chutney blöndunni og látið marinerast í ísskáp eins lengi og tími gefst til.
  3. Setjið í fiskigrind og grillið eða látið í ofnfast mót og eldið við 160°c í um 10 mínútur eða þar til bleikja en fullelduð.
  4. Berið fram með sætum kartöflum og grísku salati með blómkáls kúskús.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.