Cous cous salat í öllum regnbogans litum

Home / eggjalaust / Cous cous salat í öllum regnbogans litum

Dásamlegt cous cous með kjúklingabaunum sem er sérlega holl og gott. Tilvalið sem nesti í skólann/vinnuna, staðgóður kvöldmatur eða meðlæti með öðrum mat eins og t.d. kjúklingi eða fiskrétti eins og t.d. dásamlegu mangó chutney bleikjunni.

 

IMG_3997

Litríkt og fallegt

Cous cous salat með kjúklingabaunum
1 bolli cous cous *
3/4 bolli vatn
1-2 msk safi úr ferskri sítrónu
salt og pipar
1 krukka kjúklingabaunir, t.d. frá Himneskri hollustu
1 rauð paprika, skorin í teninga
1 agúrka, skorin í teninga
1 tómatur, skorinn í teninga
1/2 – 1 rauðlaukur, saxaður
1 lúka steinselja, söxuð
1/2 krukka fetaostur (smá sleppa)

 

  1. Eldið cous cous skv pakkningu.
  2. Þegar þau er tilbúin setjið sítrónusafa saman við og kryddið með salti og pipar.
  3. Bætið öllum hinum hráefnunum saman við og salti og pipar eftir þörfum.
  4. Berið fram eitt og sér eða sem meðlæti með öðrum réttum.

 

*Að nota hlutföllin 1 cous cous á móti 3/4 vatn koma í veg fyrir að þau verði maukuð eða of þurr.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.