Nú eru síðustu dagar í sumarfríi hjá mér og ég verð nú að segja að sólin mætti gjarnan skína aðeins á okkur hérna í Reykjavík. Hver bauð haustinu í heimsókn í júlí? Hver????? Ég reyni að sjálfsögðu að gera gott úr þessu og gerði þessa dásamlega góða marmelaði úr apríkósum og engifer. Litir sólarinnar sko…er...
Tag: <span>engifer</span>
Meinhollt engiferskot jógakennarans
Fyrir nokkrum mánuðum tók ég meðvitaða ákvörðun um að byrja að æfa jóga reglubundið enda hefur mér fundist það gera mér ótrúlega gott, bæði á líkama og sál. Ég hef mestu tekist að halda í það loforð sem ég gaf sjálfri mér, mætt vel og fundið kosti þess að stunda reglubundið jóga sem eru fyrir mér...
Lax í engifer og hvítlauksmarineringu með fetaostakartöflumús
Frábær fiskréttur sem vakti mikla lukku hjá fullorðna fólkinu sem og litlu grísunum mínum sem sleiktu diskana sína og báðu um meira. Kartöflumúsin er dásamlegt meðlæti með fetaosti og grillaðari papriku sem gefur réttinum skemmtilegan blæ. Upskriftina fann ég á vefnum http://kokkfood.blogspot.com/ en þar deilir Sigurrós Pálsdóttir ótrúlega girnilegum uppskriftum sem ég hvet ykkur til að...
Kryddbrauðið sem var krassandi
Þessi uppskrift hefur fylgt mér frá unga aldri en þetta brauð bakaði mamma oft um helgar við mikla ánægju okkar barnanna og stendur ávallt fyrir sínu. Pilsnerbrauð er kryddbrauð sem er einfalt og fljótlegt í undirbúningi. Það hentar einstaklega vel yfir vetrartímann enda er fátt yndislegra en að finna heimilið lykta af engifer, múskati og...
Bleikja í kókosmjólk
Fagur fiskur í sjó…. Þið þekkið eflaust öll hversu vel chilí, hvítlaukur og engifer eiga saman. Bætið kókosmjólk útí og þið eruð komin með sól og sumaryl í eldhúsið og það í október og toppið það! Þið stjórnið því hversu sterkan þið viljið hafa réttinn en hér vann ég með hálfan chilí með fræjum og...