Kjötbollur eru alltaf jafn dásamlegar og þær höfum við gert í ýmsum útgáfum sem allar virðast vekja jafn mikla lukku og þær vinsælustu á GulurRauðurGrænn&salt eru einföldu ítölsku kjötbollurnar syndsamlega góðu kjötbollurnar í kókos – karrýsósu og svo þessar klassísku kjötbollur í brúnsósu. Nú er kominn tími á enn eina dásemdin en hér kynnum við til leiks...
Tag: <span>kjötbollur</span>
Kjötbollurnar sem við elskum öll
Það er viðeigandi á þessum dásamlega bolludegi að birta uppskrift af sænskum kjötbollum í brúnsósu, sem við elskum öll. Kjötbollurnar og sósan, borin fram með kartöflumús og tytteberjasultu er fullkomnun ein og ég tala nú ekki um þegar börn eiga í hlut. Hér verða allir sáttir og njóta vel! Sænskar kjötbollur Gerir um 24 stk...
Syndsamlega góðar kjötbollur í kókoskarrýsósu
Ég hef ekki farið leynt með það hversu hrifin ég er af asískri matargerð og þá sérstaklega vegna ferskleika hráefnisins og hollustunnar sem fylgir því að elda og gæða sér á þannig mat. Ég birti um áramótin færslu þar sem ég sagði stuttlega frá ferð fjölskyldunnar til Tælands yfir jólin ásamt því að gefa uppskrift af...
Ítalskar kjötbollur eldaðar af snillingi
Ég held því oft fram að langflestar uppskriftirnar á GulurRauðurGrænn&salt séu einfaldar og fljótlegar í gerð og við allra hæfi, líka þeirra sem eru að stíga sín allra fyrstu skref í eldhúsinu. Ég ákvað hinsvegar einn daginn að láta á það reyna og tilkynnti 11 ára syni mínum að nú myndi hann sjá um kvöldmatinn....
Ekta ítalskar kjötbollur með pastasósu
Þessi er einn af uppáhalds réttum fjölskyldunnar og uppáhald allra sem á réttinum bragða hvort sem þeir eru ungir eða aldnir. Uppskriftin er ekki flókin en felur í sér örlítið dúllerí og frábært að fá sem flesta við borðið og hjálpa til við að móta kjötbollurnar, sem tekur þó enga stund og gera skemmtilega stemmningu...