Kanilsnúðamánar

Home / Fljótlegt / Kanilsnúðamánar

Þessa dásemd gerði ég þegar rigningin og rokið var upp á sitt besta og ég þurfti sárlega á smá “comfort-food” að halda. Þá skellti ég í þessa og viti menn það svínvirkaði og fljótlega stytti upp. Þessir snúðar eru skemmtilegir, öðruvísi, dásamlegir og bragðgóðir. Það er svo algjört smekksatriði hversu mikið af kanilsykri þið stráið yfir þá, glassúrinn gerir þá enn sætari, þannig að það er í góðu lagi að nota hann ekki allan. Njótið vel.

IMG_7138

IMG_7135

IMG_7129

IMG_7115

Kanilsnúðamánar
300 ml mjólk
5 msk þurrger
60 g sykur
4 msk smjör, brætt
450 g hveiti
1 ½ tsk salt

Fylling
100 g sykur
2 msk kanill
6 msk smjör, mjúkt

Vanilluglassúr
80 g flórsykur
1 msk mjólk
¼ tsk vanilludropar

IMG_7031 IMG_7048 IMG_7079 IMG_7115

  1. Gerið deigið með því að hita mjólk þar til hún er orðin fingurvolg. Bætið geri og 1 tsk af sykri saman við. Blandið vel saman og leyfið að standa þar til blandan fer að freyða, eða í ca. 10 mín.
  2. Bætið afganginum af sykrinum, smjöri, hveiti og salti saman við og hnoðið deigið vel eða í ca. 10 mínútur, styttra ef þið hnoðið deigið í hrærivél. Setjið deigkúluna í olíuborna skál og hyljið með viskustykki eða plasfilmu og látið standa í um klukkustund eða þar til deigið hefur tvöfaldast í stærð.
  3. Gerið fyllinguna með því að blanda saman sykri og kanil. Geymið.
  4. Hnoðið deigið og skiptið því niður í tvo hluta. Fletjið öðrum hlutanum í ferhyrning (ca 38×30).
  5. Setjið 2 ½ msk af smjörinu yfir deigið og stráið helminginn af kanilsykrinum yfir. Rúllið deiginu upp langsum og geymið. Endurtakið með hinn deighlutann.
  6. Skerið síðan hverja rúllu í 3 hluta (samtals 6 hlutar) og skerið síðan 6 djúpar rákir í hvern hluta, varist samt að skera alveg alla leið niður. Látið á bökunarplötu með smjörpappír og beygið lítillega og leggið hvern hluta á hliðina. Setjið inn í 175°c heitan ofn.
  7. Bræðið smjörið sem var eftir og penslið kanelhringina með smjörinu. Bakið í 30-40 mínútur eða þar til gyllt, þegar bökunartíminn er hálfnaður penslið þá með meira smjöri.
  8. Gerið vanilluglassúrinn með því að blanda saman flórsykri, mjólk og vanilludropum. Dreyfið glassúrnum yfir kanilhringina.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.