Nachos kjúklingaréttur með mexíkó rjómaostasósuPrenta

Þessi kjúklingaréttur sem er með stökkum nachos flögum, grænmeti og mexíkó-rjómaostasósu sló öll met á heimilinu. Hann var gerður tvisvar sinnum sömu vikuna og verður svo sannarlega gerður aftur mjög fljótlega enda „comfort-food“ eins og hann gerist bestur.

IMG_7179

IMG_7180

Nachos kjúklingaréttur með mexíkó rjómaostasósu
4-5 kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry (fást í öllum helstu matvöruverslunum sem frystivara)
paprikukrydd
salt og pipar
1 rauð paprika, smátt skorin
1 laukur, saxaður
2 tómatar, smátt skornir
1 poki tortilla flögur
250 g rjómaostur 
1 stk (150 g) mexíkóostur, rifinn
2 dl matreiðslurjómi
150 g rifinn ostur

  1. Skerið kjúklingabringurnar í litla munnbita, kryddið með paprikukryddi, salti og pipar og steikið á pönnu þar til þær eru eldaðar í gegn.
  2. Setjið mexíkóost, rjómaost og matreiðslurjóma í pott og bræðið saman.
  3. Dreifið 1/4 af flögum í botninn á eldföstu móti, setjið helminginn af kjúklingabringunum yfir og smá af ostablöndunni hellt yfir hann. Helmingnum af grænmetinu dreift yfir, helmingi af brædda ostinum og helmingi af rifna ostinum. Endurtakið síðan, flögur, kjúklingur, grænmeti, bræddur ostur og að lokum rifinn ostur yfir allt
  4. Setjið inn í 180°c heitan ofn og hitið í um 15 mínútur.

Berið fram t.d. með salsasósu, guagamole, sýrðum rjóma, hrísgrjónum og/eða góðu salati.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *