Víetnömsk núðlusúpa með nautakjötiPrenta

Það er endalaust hægt að gera hin ýmsu afbrigði af góðum súpum og hér er á ferðinni súpa sem passar sérstaklega vel á þessum árstíma. Hún er meðalsterk og góð til að sporna við hinum ýmsu flensuafbrigðum sem nú geysa yfir. Þessi súpa á sér víetnamskan uppruna þar sem grunnundirstaðan er gott soð, núðlur, kjöt og kryddjurtir. Súpan er holl og seðjandi og skemmtilega einföld í gerð.

súpa2

Víetnömsk núðlusúpa með nautakjöti
Fyrir 2
1 líter af góðu nautakjötssoði
3 stk stjörnuanís
1 kanilstöng
1 rautt chilí, skorið í þunnar sneiðar
3 msk fiskisósa, t.d. Fish sauce frá Blue dragon
1 tsk sykur
3 cm engifer, skorið í þunnar sneiðar
200 g Blue dragon hrísgrjónanúðlur (má nota eggjanúðlur)
½ bakki baunaspírur
6 sveppir, skornir í sneiðar
300 g nautafillet eða lund, skorin í þunna strimla

  1. Gott að strá yfir súpuna vorlauk, ferskt kóríander og/eða myntu, salthnetur ofl. Sem hugurinn girnist.
  2. Sjóðið nautakjötssoðið upp með með chilí, anís, sveppum, fiskisósu, kanil, sykri og engifer. Leyfið súpunni að malla á meðan þið sjóðið núðlurnar skv. leiðbeiningum á pakka.
  3. Deilið núðlunum, baunaspírum og nautakjöti í tvær skálar. Hellið súpunni yfir og stráið síðan ferskum kryddjurtum, vorlauk, salthnetum eða því sem hugurinn girnist yfir allt.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *