Avacadosalat með agúrku og tómötumPrenta

Sumarlegt, bjútífúl, bragðgott og brakandi ferskt salat með avacado, agúrku, tómötum og fleira gúmmelaði. Einfalt í gerð og passar vel með kjúklingabringum, steikinni eða hreinlega eitt og sér.

IMG_7586

 

Avacadosalat með agúrku og tómötum
400 g plómutómatar
1 agúrka, helminguð og skorin í sneiðar
½ rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
2 avacado, skorin í teninga
2 msk extra virgin ólífuolía
2 msk ferskur sítrónusafi
½ búnt ferskt kóríander (eða dill), saxað
1/2 krukka fetaostur (má sleppa)
1 tsk sjávarsalt
1/8 svartur pipar

  1. Setjið tómata, agúrku, rauðlauk, avacado og saxað kóríander í salatskál.
  2. Hellið 2 msk af ólífuolíu og 2 msk af sítrónusafa yfir og blandið vel saman. Bætið fetaostinum saman við, ef hann er notaður.
  3. Stráið salti og svörtum pipar yfir salatið áður en það er borið fram.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *