Möndlu & trönuberjastykki

Home / Fljótlegt / Möndlu & trönuberjastykki

Litrík & ljúffeng orkustykki

Þessi orkustykki eru dásamleg. Ef þú hefur ekki prufað að gera svona heimatilbúin orkustykki hvet ég þig eindregið til að vinda þér í það. Þau eru einföld og fljótleg í gerð og það besta er að þau þurfa ekki að fara inní ofn.

Hráefni
1 bolli möndlur (1 bolli ca 230 ml)
1 bolli pecanhnetur (eða valhnetur)
1 bolli haframjöl
1 bolli þurrkuð trönuber, söxuð (eða aðrir þurrkaðir ávextir)
2 msk sesamfræ (eða t.d. hörfræ)
1/4 bolli hunang
3 msk kókosolía
1/2 tsk salt
1/4 tsk vanilludropar
1/4 tsk möndludropar
hnífsoddur kanill

Aðferð

  1. Bætið 1/2 bolla af möndlum, 1/2 af pecanhnetum og 1/2 af haframjöli í matvinnsluvél. Blandið þar til að er orðið fínmalað og látið í stóra skál. Saxið afganginn af möndlunum og pecanhnetunum gróflega og látið útí skálina. Bætið útí afganginn af haframjölinu, trönuberjum og sesamfræjum útí og blandið vel saman.
  2. Blandið saman hunangi, kókosolíu, salti, vanillu og möndludropum og kanil í lítinn pott við meðalhita. Hrærið þar til blandan hefur bráðnað, byrjar að freyða og eldið þá í 15 sek i viðbót. Hellið yfir hnetublönduna og blandið hráefnunum vel saman.
  3. Hellið blöndunni á ferkantaðan disk með plastfilmu. Þrýstið vel saman. Pakkið síðan inní plastfilmuna og setjið í frysti þar til að blandan hefur harðnað vel ca. 4 tíma.
  4. Takið úr ískápnum og skerið teninga. Pakkið hverju stykki inní plastfilmu/smjörpappír og setjið í kæli eða frysti.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.