Graskers & eplasúpa

Home / Fljótlegt / Graskers & eplasúpa

Ahhhh þessi er notaleg yfir vetrartímann

Súpur bjóða uppá endalausa möguleika, grænmeti, fiskur, kjöt. Súpur sem eru í léttari kantinum eins og chillí, kókossúpur og svo þær sem eru í þyngri kantinum eins og kjötsúpur. Valið er endalaust og svo gaman að prufa sig áfram. Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki notað grasker í matargerð fyrr en ég keypti matreiðslubókina góðu sem ég hef áður vitnað í, Heilsuréttir fjölskyldunnar. Þar er gefin uppskrift að graskerslasagna sem er alveg syndsamlega gott. Í það notar maður ílangt grasker (butternut squash) sem er mjög létt og bragðgott og minnir helst á sætar kartöflur, ef ég á að nefna eitthvað.
Þessi uppskrift inniheldur ílangt grasker sem fæst í mörgum matvöruverslunum núna. Ef þið eruð óörugg um hvernig það lítur út að þá er það svona (mynd fengin að láni á netinu)

Uppskriftin að súpunni kemur úr uppskriftabókinni Back to basics eftir Inu Garten en hefur þó verið breytt töluvert.  Þessi súpa er æðisleg, hreint út sagt.

Graskers og eplasúpa með pistasíuhnetum
1 ílangt grasker (butternut squash)
4 græn epli
1 laukur, smátt skorinn
smjör
ólífuolía
4 bollar kjúklingasoð (1 bolli ca. 240 ml) ég lét 1 og 1/2 tening í þetta magn af vatni
1-2 msk karrý
1/2 tsk chillí duft
salt
pipar
sítrónusafi
kóríander (má sleppa)
sýrður rjómi
pistasíuhnetur (eða þær hnetur sem þið eigið eða líkar við)

Aðferð

  1. Afhýðið graskerið og fjarlægið steinana, skerið í teninga. Afhýðið eplin og kjarnahreisið og skerið einnig í teninga. Látið í skál, hellið smá olíu yfir og blandið vel saman. Látið inní 200°c heitan ofn þar til orðið mjúkt ca. 20-30 mínútur.
  2. Látið í pott 1 msk smjör og 1 msk olífuolíu og látið í laukinn, karrý og chillípipar. Látið vera við mjög vægan hita í ca. 15 mínútur.
  3. Takið eplin og graskerið og látið í blandara og maukið vel (ef þið viljið hafa súpuna aðeins grófari er hægt að taka nokkra epla og graskersbita frá, skera niður og bæta útí í lokin).
  4. Hellið soðinu í blandarann og hrærið saman.
  5. Hellið blöndunni útí pottinn með lauknum og hrærið vel saman. Bætið við kóríander og kreistið smá sítrónu (ca. 1 sítrónubát). Kryddið eftir smekk.
  6. Setjið í skálar og bætið við sýrðum rjóma og hnetum.

    Það er sérstaklega gott að bera þessa uppskrift fram með góðu nýbökuðu brauði. Ég er með eina frábæra uppskrift sem hentar einstaklega vel hér. Læt hana inn fljótlega.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.