Tikka kjúklingur

Home / Kjúklingur / Tikka kjúklingur

Tikka masala hentar frábærlega þegar fjölskyldan vill hafa það huggulegt og gera vel við sig í mat, enda er rétturinn mildur og hentar því öllum vel.
Á Indlandi er misjafnt er eftir svæðum hvernig réttirnir eru eldaðir. Réttir frá norðurhluta landsins byggjast mikið á sósum á meðan suður indverjar bera yfirleitt sína rétti fram án sósu. Ég sjálf er hrifnari af því að hafa réttina án sósu. Bæði er það léttara, maður verður ekki eins saddur og mér finnst kjötið ná að njóta sín betur. Ég nota hinsvegar meðlæti eins og raita og döðluchutney til að bleyta í matnum og finnst nauðsynlegt að hafa gott naanbrauð með.

Tikka kjúklingur
4 kjúklingabringur, skornar í tenginga
1 laukur
2 hvítlauksrif
5 cm engifer
2 msk kóríander
1 tsk salt
safi úr hálfri sítrónu
3 msk  tikka masala (t.d. Fiddes Payne Tikka Curry Powder)
6 msk hrein jógúrt
2 msk ólífuolía

Aðferð

  1. Látið í blandara lauk, hvítlauk, engifer, kóríander og blandið vel saman
  2. Blandið útí þetta salt, sítrónusafa, kryddi, jógúrt og olíu. Nuddið kjúklinginn með maukinu og látið marinerast í um 6-8 tíma.
  3. Þræðið kjúklinginn á grillpinna og penslið með marineringu og eldið á grilli í um 12-15 mín snúið þegar helmingur tímans er liðinn.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.