Sæt með fyllingu

Home / Fljótlegt / Sæt með fyllingu

Mér þykir fátt skemmtilegra en að prufa að elda eitthvað nýtt og einstaklega skemmtilegt þegar vel tekst til.
Þessi sæta kartafla er það sem ég kalla matur fyrir sálina og þannig matur er í algjöru uppáhaldi hjá mér. Fallegir litir sem mætast, góð næring og jafnframt svo ólýsanlega bragðgott.
Hér er hægt að leika sér með hráefnið og ég hvet ykkur endilega til að gera það og leyfa okkur hinum að heyra hvernig til tókst, það er svo skemmtilegt!  Sem dæmi er hægt að hafa mismunandi hnetur, rúsínur, goji ber, kjúkling, nachos, baunir, ost og bara það sem þið eruð stemmd fyrir hverju sinni.

Allir fengu að raða hráefni að eigin vali á sína kartöflu

Sæt með fyllingu
sæt kartafla, gert ráð fyrir 1/2 á mann
smjör
pistasíuhnetur, ósaltaðar og ristaðar á pönnu
trönuber
bacon, eldað þar til orðið vel stökkt. Skorið í litla bita
fetaostur, ókryddaður
laukur, steikur á pönnu þar til gullinn
steinselja.

Aðferð

  1. Stingið göt með gaffli víðsvegar um kartöfluna. Látið kartöfluna heila inní 220°c heitan ofn í um 1 – 1 1/2 klukkutíma eða þar til kartaflan er orðin mjúk í gegn.
  2. Skerið kartöfluna í tvennt og látið á disk. Hrærið aðeins uppí henni með smá smjöri og raðið því næst fyllingunni á.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.