Sætkartöflupitsa með mozzarella og karmelluðum lauk

Home / Grænmetisréttir / Sætkartöflupitsa með mozzarella og karmelluðum lauk

Ég hef áður komið með uppskrift að pitsu eða grænmetis- og ávaxtapistunni. Sú pitsa er dásemdin ein og ef þú hefur ekki prufað hana mæli ég með því að þú gerir það núna!
Þessi fer alveg með tærnar þar sem hin er með hælana…eða botninn þar sem hin er með skorpuna (hlátur). Fyrir þá sem það vilja er ekkert mál að bæta við einhverskonar kjöti hvort sem það er kjúklingur, lamb eða naut. Við erum annars að tala um fantagóða pitsu sem ég mæli með því að þið prufið sem allra fyrst enda bæði ljúffeng, litrík og holl.

Sætkartöflupitsa með karmelluðum rauðlauk
Pitsabotn, sjá uppskrift eða kaupa tilbúinn botn
1 stór sætkartafla eða ílangt grasker, skorið í þunnar sneiðar
olífuolía
salt og pipar
1 tsk rósmarín
1 mozzarellaostur, skorinn í þunnar sneiðar
1 lítill rauðlaukur, skorinn í sneiðar
salat að eigin vali
hnetur eins og t.d. pistasíuhnetur, valhnetur, furuhnetur
fetaostur

Aðferð

  1. Hitið ofninn á 200°C
  2. Raðið sætu kartöflusneiðunum á smjörpappír á ofnplötu og penslið með olíu. Eldið í ofninum í um 30 mínútur eða þar til þær eru næstum því tilbúnar (fylgist vel með þeim).
  3. Penslið pitsabotninn með olíu (jafnvel hvítlauksolíu). Kryddið botninn með salti, pipar og rósmarín.
  4. Raðið mozzarellaostinum yfir botninn og því næst sætu kartöflunum yfir hann.
  5. Bakið í ofni í um 10-15 mínútur.
  6. Steikið laukinn á meðan við lágan hita í um 15 mínútur.
  7. Takið pitsuna úr ofni og raðið yfir hana salati, hnetum, rauðlauk og myljið því næst fetaosti yfir.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.