Stökkir súkkulaði & karamellubitar

Home / Hollara nammi / Stökkir súkkulaði & karamellubitar

Ég efast um að ég geti verið mikið spenntari yfir því að láta inn uppskrift eins og ég er núna. Ég er gjörsamlega að missa mig því þessir bitar eru R.O.S.A.L.E.G.I.R!
Karamellan er snilld, hún inniheldur ekki hreinan sykur, er ótrúlega einföld og mun hollari en þessi karamella sem við þekkjum best. Nú heyri ég alveg einhverja segja, ohhh döðlukarmella og einhverntíman hefði ég gert það sjálf, en burt séð frá allri hollustu að þá bragðast hún frábærlega! Rice Krispies gerir bitana stökka, hnetusmjörið kemur með milt hnetubragð og súkkulaðið er..tja nú einu sinni súkkulaði og klikkar aldrei. Fullkomnun!

2013-02-03 19.23.30


Stökkir súkkulaði & karamellubitar
2 1/2 bolli Rice Crispies eða annað blásið hrísmorgunkorn
4 msk agave sýróp
2 msk hunang
2 msk hreint hnetusmjör
1 tsk vanilludropar
Salt á hnífsoddi

Aðferð

  1. Látið smjörpappír í form á stærð 20x30cm.
  2. Allt nema rice crispies sett í pott og brætt saman við vægan hita. Þá er þetta tekið af hitanum og rice crispies bætt út í. Hrærið þessu vel saman.
  3. Látið í formið og setjið í frysti á meðan þið gerið döðlukaramelluna.

Döðlukaramella
450 g döðlur
2 msk hnetusmjör
2 msk vatn eða möndlumjólk til að þynna karmelluna

Aðferð

  1. Setjið döðlurnar í skál og hellið yfir þær sjóðandi vatni. Látið standa í um 10 mínútur. Hellið þá vatninu frá og setjið döðlurnar í matvinnsluvél ásamt hnetusmjörinu og vökvanum. Blandið í amk. 5 mínútur eða þar til blandan er komin með áferð karamellu.
  2. Hellið karamellunni í formið og dreifið vel úr henni. Látið aftur í frystinn.

Súkkulaðitopping
150 g súkkulaði (t.d. 60%)
1 msk kókosolía

Aðferð

  1. Bræðið saman í potti og hellið yfir döðlukarmelluna.
  2. Látið í frysti í um 30 mínútur og skerið síðan í bita þegar blandan er orðin nægilega hörð.


Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.