Coq au Riesling

Home / Fljótlegt / Coq au Riesling

Þessi réttur hefur fylgt mér lengi og hann hef ég oft eldað þegar gesti ber að garði. Hann er einfaldur og dásamlega bragðgóður. Uppskriftin er upprunarlega með beikoni, en ég nota hinsvegar yfirleitt parmaskinku í staðinn og það bragðast frábærlega. Nú nálgast helgin og um að gera að slá í gegn hjá heimilisfólkinu og elda Coq au Riesling. Verði ykkur að góðu!

Coq au Riesling
1 kjúklingur bútaður niður (eða t.d. 4-5 bringur)
salt og pipar
1 lítill laukur, smátt skorinn
1 hvítlauksrif, pressað
3-4 sneiðar parmaskinka eða beikon, skornar gróflega
250 ml hvítvín
125 ml kjúklingasoð
250 gr sveppir, skornir í fernt
125 ml sýrður rjómi
fersk steinselja

Aðferð

  1. Kryddið kjúklinginn með salti og pipar. Brúnið kjúklinginn á pönnu á öllum hliðum. Takið kjúklinginn af pönnunni og látið í fat.
  2. Steikið nú laukinn, hvítlaukinn og parmaskinku á pönnu í 1 mínútu. Bætið kjúklinginum aftur út í pönnuna og því næst kjúklingakrafti og hvítvíni. Eldið í um 20 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður.
  3. Á annarri pönnu léttsteikið sveppina.
  4. Þegar kjúklingurinn hefur eldast, takið hann af pönnunni og haldið honum heitum. Sjóðið niður vökvann á pönnunni þannig að hann þykkni aðeins upp. Hrærið útí sýrða rjómann og sveppina.
  5. Hellið sósunni yfir kjúklinginn og stráið saxaðri steinseljunni yfir.
  6. Hér er eðal að bera kjúklinginn fram með tagliatelle og salati.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.