Smákökur með haframjöli, kókos og súkkulaðibitum

Home / Jólin / Smákökur með haframjöli, kókos og súkkulaðibitum

Nú er aðventan runnin upp. Dásemdar tími sem á að snúast um að hafa það notalegt og njóta. Bakstur með börnunum er fyrir mér órjúfanlegur hluti þess að gera aðventuna notalega. Þessar gerðum við um daginn og er ásamt þessum unaðslega góðu smákökum með betri sem ég hef bragðað. Ég vona að þið njótið desembermánaðar og alls þess sem aðdragandi jólanna hefur upp á að bjóða.

2012-11-04 13.39.04-2Smákökur með haframjöli, kókos og súkkulaðibitum
240 g smjör, mjúkt
1 bolli púðusykur
6 msk sykur
2 stór egg
2 tsk vanilludropar
1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
1 bolli hveiti
2 1/4 bolli haframjöl
1 1/2 bolli kókosmjöl
350 g súkkulaði, skorið smátt
3/4 bolli möndlur, ristaðar og saxaðar

Aðferð

  1. Hitið ofninn á 180°C.
  2. Hrærið saman smjöri og sykri þar til blandan er orðin mjúk og létt.
  3. Hrærið út í eggjum. Síðan vanillu, lyftidufti og salti. Bætið hveiti út í og hrærið við lágan snúning þar til hveitið hefur blandast vel saman. Látið síðan varlega út í kókosmjöl, súkkulaði og möndlur.
  4. Búið til kúlur (um rúmlega matskeið) og látið á bökunarpappír á ofnplötu.
  5. Bakið í 15-18 mínútur eða þar til þær eru orðnar gylltar.
  6. Takið úr ofni og látið kólna í um 1 mínútu. Takið síðan af með spaða og færið á grind og látið kólna þar.
  7. Gott er að bera þær fram með ííííískaldri mjólk.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.