Piparkökur jólanna

Home / Kökur & smákökur / Piparkökur jólanna

Leit minni að hinum fullkomnu piparkökum er lokið!! Þessar eru dásamlegar og endalaust jólalegar. Stökkar að utan, mjúkar að innan og innihalda dásamlegt kryddbragð. Í þessa uppskrift lét ég kúfaða teskeið af kryddunum og þær rifu vel í, sem mér finnst reyndar gott, en ef þið ætlið að leyfa krakkagrísunum að fá smá smakk að þá myndi ég láta sléttfulla tsk af hvíta piparnum, ekki að það hafi náð að stoppa mína grísi sem eru að verða búnir með piparkökurnar. Ef það á að fletja þær út og móta og skreyta að þá þarf að hnoða þær með meira hveiti, ég var löt og gerði bara kúlur. Deigið þarf ekkert að vera í ísskáp yfir nótt, heldur mega þær bakast strax. Annars er ég handviss um að þessar séu dásamlegar með góðu glasi af jólaglöggi, já sko handviss!

2012-12-11 10.42.39

Piparkökur jólanna
500 gr hveiti
250 gr sykur
200 gr smjör
2 stk egg
2 tsk matarsódi
6 tsk lyftiduft
1 tsk kanill
1 tsk negull
1 tsk hvítur pipar
2 msk kakóduft
250 gr síróp

Aðferð

  1. Hrærið vel saman sykur og smjör.
  2. Bætið eggjum saman við.
  3. Blandið þurrefnum saman. Hrærið sírópið saman við síðast.
  4. Mótið litlar kúlur úr deginu og raðið á bökunarplötu.
  5. Bakið við 200°C heitan ofn í um 10 mínútur eða þar til þær eru gylltar.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.