Syndsamlega súkkulaði & banana brauðið

Home / Brauð & samlokur / Syndsamlega súkkulaði & banana brauðið

Það segir sig sjálft, það eru litlar líkur á að þetta geti klikkað. Við elskum súkkulaði og við elskum bananabrauð og það að manni hafi ekki dottið þetta fyrr í hug er ótrúlegt. Saman er þetta syndsamlega gott! Snilldin við bananabrauð er að því eldri og ljótari sem bananarnir eru því betri eru þeir fyrir bananabrauðið og nýtast því frábærlega í þennan bakstur. Hér er mikilvægt að nota gott hreint kakó, eftir því sem það er í betri gæðum því betra verður brauðið. Þetta klárast fljótt!

2012-12-12 15.10.39

Syndsamlega súkkulaði bananabrauðið
1 1/4 bolli hveiti
1/4 bolli hreint kakóduft
1 tsk lyftiduft
1 tsk salt
110 g smjör, mjúkt
1 bolli sykur
2 stór egg
2-3 aldraðir bananar
1/2 bolli sýrður rjómi
1 tsk vanilludropar
1/2 bolli súkkulaðidropar

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 175°C. Smyrjið stórt brauðform.
  2. Blandið saman í skál, hveiti, kakó, lyftidufti og salti. Takið til hliðar.
  3. Hrærið smjör og sykur þar til létt og ljóst. Bætið eggjum útí, einu í einu. Hrærið síðan þurrefnum saman við. Með hrærivélina stillta á lága stillingu bætið nú út í banana, sýrðan rjóma og vanillu. Bætið súkkulaðidropunum varlega út í með sleif.
  4. Hellið í brauðformið og bakið í um 1 klukkustund og 10 mínútur. Eða þar til sprungur eru komnar í brauðið. Prufið að stinga hníf í brauðið, ef ekkert deig kemur á hnífinn er það tilbúið.
  5. Þetta er svo dásamlegt að vanilluís myndi bara toppa syndina.

Leave your comment to Cancel Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.