Gestabloggarinn Kári Gunnarsson

Home / Fljótlegt / Gestabloggarinn Kári Gunnarsson

Þá er komið að því að setja gestabloggarann aftur í gang eftir gott jólafrí. Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir að hversu vel tekið er í þennan hluta og hvað fólk eru tilbúið að taka þátt í því að gefa okkur hinum sína góðu uppskrift. Að mínu mati gefur þetta síðunni þetta auka “töts” og eykur á fjölbreytileikann sem er bara af hinu góða. Ég sé fram á að þessi hluti síðunnar muni bara stækka og þá með þáttöku ykkar kæru lesendur.

Matgæðingurinn okkar að þessu sinni er hann Kári Gunnarsson. Hann var eitt sinn hluti af góðum hópi kokka sem starfaði á Hard Rock Café þegar sá staður var og hét og tekst að töfra fram ótrúlega bragðgóðan og fjölbreyttan mat að því er virðist áreynslulaust. Hér gefur hann okkur uppskrift að ekta guacamole sem er bæði ferskt og gott og á færi allra að gera. Að hans sögn er það kórianderið sem gefur þessu guacamole “kickið” og er að hans mati algjört lykil hráefnið í uppskriftinni. Frábært með nachos eða í tortilluna.

guaga guaga1

Guacamole
6 vel þroskaðir avocado, maukaðir
1 lime
1 teskeið salt
1 teskeið cumin (ath ekki kúmen)
1 teskeið cayenne pipar
1 laukur, fínsaxaður
4 eldrauðir plómu tómatar, saxaðir
2 lúkur kóríander fínsaxað (látið stilkuna fylgja með)
2 hvítlauksrif, fínt saxað
2 teskeiðar tabasco (rauður)

Aðferð
Öllu blandað saman og bragðbætt með salti og pipar eftir smekk
Berið fram með plain nachos flögum.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.