Heimsins besti kjúklingur

Home / Fljótlegt / Heimsins besti kjúklingur

Ég held að ég hafi mögulega verið að borða mína allra bestu og einföldustu máltíð í langan tíma. Kjúklingaréttur sem tók mig innan við 5 mínútur að útbúa og inniheldur aðeins 5 hráefni, að kjúklingnum meðtöldum.

Niðurstaðan er mjúkur, safaríkur og ótrúlega bragðgóður kjúklingur með sætu sinnepsbragði. Hentar vel bæði hversdags sem og um helgar. Frábær máltíð með stóru F-i!

2013-01-25 18.16.332013-01-25 17.24.512013-01-25 18.08.24

Heimsins besti kjúklingur
4 kjúklingabringur
1/2 bolli (100 ml) dijon sinnep
1/4 bolli hlynsýróp
1 msk rauðvínsedik
salt og pipar
rósmarín, ferskt eða þurrkað

Aðferð

  1. Stillið ofninn á 220°c.
  2. Blandið saman sinnepi, sýrópi og ediki, smakkið til, ef ykkur finnst of mikið sinnepsbragð bætið meira af sýrópi saman við.
  3. Setjið kjúklinginn í ofnfast mót og hellið blöndunni yfir hann.
  4. Saltið og piprið.
  5. Látið inní ofninn í 30-40 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður.
  6. Stráið yfir söxuðu rósmaríni.
  7. Gott að bera kjúklinginn fram með hrísgrjónum og góðu salati.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.