Hvítlaukshnútar með parmesan

Home / Brauð & samlokur / Hvítlaukshnútar með parmesan

Þegar ég er með súpu finnst mér ekkert betra en nýbakaðar brauðbollur með og þessir hvítlaukshnútar falla undir það sem ég kalla perfecto súpubrauð.

Þessa gerði ég með stráknum mínum, frænda hans og vini og er ég viss um að þeir hafi orðið gáfaðari fyrir vikið. Það þarf nefninlega smá tækni við að mynda hnútinn og ganga frá endunum (myndirnar ættu að útskýra þetta ágætlega).  En allir höfðu gaman af og einhver hnútur sem ekki virtist nægilega fagur í fyrstu, kom eins og listaverk út úr ofninum…þannig að ekki stressa ykkur um of á útlitinu.

En já þeir eru góðir þessir, það er eitt sem víst er. Frábærir einir og sér eða sem ofurgott súpubrauð.

2013-01-27 15.00.21

2013-01-27 13.49.02-2Hugs..hugs..

2013-01-27 13.43.25Rúll í pulsu

2013-01-27 13.43.36Mynda lykkju

2013-01-27 13.43.49…og hnút

2013-01-27 13.56.59Neðri lykkjan fór upp og í holuna og efri lykkjan fór undir bolluna

2013-01-27 13.56.49

Hvítlaukshnútar með parmesan
12 stk
1 bolli volgt vatn
1 tsk sykur
7 gr þurrger
2 msk ólífuolía
1/4 bolli mjólk, volg
3 bollar hveiti
1 1/4 tsk salt

Hvítlauksgljái
4 msk bráðið smjör
2 hvítlauksrif, pressuð
klípa svartur pipar
klípa chili flögur
klípa oregano
parmesanostur, rifinn

Aðferð

  1. Blandið saman vatni og sykri þar til sykurinn er uppleystur. Bætið þurrgeri út í og látið standa þar til þurrgerið er farið að freyða.
  2. Bætið því næst olíu, mjólk, hveiti og salti saman við. Hnoðið.
  3. Látið plastfilmu yfir skálina og látið standa í um 1 klukkustund.
  4. Hnoðið lítillega og skiptið deiginu í 12 kúlur.
  5. Takið eina kúlu og látið á hveitistráð borð og rúllið í lengju. Myndið síðan lykkju og gerið því næst hnút. Gangið frá endunum eins og sýnt er á mynd.
  6. Látið standa undir viskustykki í um 30 mínútur.
  7. Stillið ofninn á 170°c.
  8. Útbúið gljáann með því að blanda öllum hráefnunum saman, nema parmesan ostinum. Penslið hvítlaukshnútana með gljáanum og stráið parmesan yfir.
  9. Látið inn í ofn í um 11-13 mínútur.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.