Að fá sér boost er hið besta mál og þá sérstaklega fyrir fólk eins og mig sem er alltof latt við að fá sér ávexti á “gamla mátann”. Enda hver nennir að skræla peru og tyggja þegar þú getur bara drukkið hana með röri? Nei ég segi bara svona.
Þessi boost er smá snilld, því hann inniheldur meðal annars trönuberjasafa sem er eitt helsta náttúrulækningameðalið gegn blöðrubólgu og öðrum þvagfærasýkingum. Það er því góð fyrirbygging að fá sér trönuberjasafa daglega.
Hér skiptir hinsvegar öllu máli að kaupa hreinan trönuberjasafa. Lesið á umbúðir og verið meðvituð um þá vöru sem þið eruð að kaupa. Það er ekki paranoja, heldur einfaldlega góð neytendavitund. Það er hægt að fá mjög ódýran trönuberjasafa sem inniheldur aðeins 10% trönuber og svo er hægt að fá trönuberjasafa sem eru 100% hreinn og inniheldur engan viðbættan sykur. Skoðið á umbúðir og veljið vörur skynsamlega.
Það er sniðugt að gera sér boost í tíma og
kippa svo krukku með sér í vinnuna eða skólann.
Trönuberjaboost
1 1/2 bolli frosin jarðaber
1/2 bolli frosin bláber
1/2 bolli frosin hinber
1 bolli mangó
1 lítil dós vanillu jógúrt
1 msk hveitikím
1 msk hörfræolía
1 bolli mjólk að eigin vali
1/4 bolli hreinn trönuberjasafi
Aðferð
Blandið öllu saman. Bætið vatni útí ef ykkur þykir hann of þykkur og athugið að hér má leika sér með hráefnin og hlutföllin.
Leave a Reply