Límónukjúklingur

Home / Kjúklingur / Límónukjúklingur

Það má vel vera að febrúar hafi rétt verið að detta inn en sólin skein i dag, daginn er tekið að lengja og þessi frábæri kjúklingur færir sumarið enn nær með sínu dásamlega og ferska sítrusbragði.

Það tekur ekki langan tíma að útbúa þennan rétt og hann er algjörlega imbaprúff. Það er hinsvegar gott ef kjúklingurinn fær að standa aðeins þannig að hann nái að taka til sín það frábæra bragð sem marineringin hefur upp á að bjóða. Yndislegur kjúklingaréttur í alla staði og mæli óhikað með honum!

2013-02-01 16.22.17Sól og sumar í þessum rétti

2013-02-01 16.26.22Girnilegur kjúklingur í bígerð

2013-02-01 18.24.48Útkoman er æðislegur límónukjúklingur
hér með epla og gulrótarsalati ásamt klettakáli..algjör nammi namm

Límónukjúklingur
500 g kjúklingabringur
1 límóna (lime)
1 msk ólífuolía
1 msk dijonsinnep
1 msk soyasósa
1 msk hunang
3 vorlaukar, saxaðir
1 hvítlauksrif, pressað
salt og pipar

Aðferð

  1. Blandið saman í skál safanum og finrifnu hýðinu af límónunni, olíunni, sinnepinu, soyasósunni, hunangi, vorlauknum, hvítlauksrifinu ásamt salti og pipar og blandið vel saman.
  2. Látið kjúklingabringurnar í plastpoka og hellið marineringunni yfir. Lokið pokanum og nuddið marineringunni vel inn í kjúklinginn. Leyfið að marinerast í 1 klukkustund.
  3. Látið síðan í ofnfast mót og inn í 200°c heitan ofn í um 35 mínútur eða þar til kjúklingurinn hefur eldast í gegn.
  4. Berið fram með góðu salati og hrísgrjónum, jafnvel tagliatelle.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.