Súkkulaðimúsin sem var gerð úr kasjúhnetum

Home / Eftirréttir & ís / Súkkulaðimúsin sem var gerð úr kasjúhnetum

Einstaka sinnum dett ég inn á uppskriftir úr hráfæðisgeiranum sem ég verð bara að prufa og þessi súkkulaðikasjúhnetumús er ein af þeim. Það tók ekki langan tíma að gera þessa þó svo að hneturnar hafi þurft að liggja í bleyti. Útkoman var bragðgóð og ljúf súkkulaðimús sem vert er að prufa.

2013-02-02 11.39.56-2

Kasjúhnetusúkkulaðimús
1 bolli kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 6 tíma
2 msk agave sýróp
4 msk kókosolía, í fljótandi formi1 vanillustöng
1/2 bolli vatn
2 msk hreint kakó

Aðferð

  1. Látið öll hráefni í blandara og blandið í um 3-4 mínútur (en stoppið af og til og skafið hliðarnar á skálinni) eða þar til blandan er orðin létt og flöffí.
  2. Kælið í um 1 klukkustund til að þykkja súkkulaðimúsina enn frekar.
  3. Berið fram í litlum skálum eða skotglösum og skreytið með kakónibbum.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.