Thailenskt fusion nautasalat

Home / Fljótlegt / Thailenskt fusion nautasalat

Uppskriftin að þessu thailenska nautasalati birtist nýlega á visir.is og kemur frá Dagbjörtu Ingu Hafliðadóttur sem lauk nýverið þáttöku í Masterchef. Þetta er réttur að mínu skapi og því fór ég strax í að prufa hana. Marineringin gefur þessu salati skemmtilegt og exótískt bragð og alltaf er dásamlegt að borða gott nautakjöt og litríkt grænmeti. Niðurstaðan er frábær og holl máltíð! Að sjálfsögðu má nota hér kjúkling í staðinn fyrir naut.

2013-02-03 18.43.22

Taílenskt “fusion”-nautasalat
fyrir fjóra sem forréttur eða tvo sem léttur aðalréttur
“Væn” sneið af fersku nautafillet
1 rauður chilli, smátt skorinn
2 hvítlauksrif, söxuð
2 cm engifer, rifinn
1 msk. fiskisósa (taílensk “fish sauce” fæst í flestum matvörubúðum)
3-4 msk. sojasósa
1 msk. sesamolía
Safi af einni “lime”
1 tsk. sykur
4-5 vorlaukar, þunnar sneiðar
1 msk. olía (mild)
Ein dós kirsuberjatómatar
Pakki kóríanderlauf (einnig hægt að hafa basil eða myntu í staðinn)
Salatlauf

Aðferð

  1. Gera marineringu: Blanda saman chilli, hvítlauksrifum, engifer, fiskisósu, sojasósu, sesamolíu, safa af lime, sykri og helmingi af vorlauknum. Setja nautakjötsneiðina í marineringuna.
  2. Hita pönnu á frekar háum hita. Bæta olíunni við. Kjötsneiðin sett á pönnuna og steikt í u.þ.b. 2 mínútur á einni hlið. Snúa kjötsneiðinni við og bæta við kirsjuberjatómötunum og afganginn af marineringunni. Steikja í u.þ.b. 2 mínútur aftur. Pannan tekin af hita og kjötið sett í álpappír til að hvíla í u.þ.b. 2 mínútur. Kóríander og restin af vorlauknum bætt við afganginn af marineringunni á pönnunni.
  3. Kjötið skorið í þunnar sneiðar og lagt yfir salatblöðin. Marineringu og öðru á pönnunni hellt yfir.Dagbjört Ingibjörg mælir með léttu rauðvíni með litlu tanníni í, t.d. Beaujolais Nouveau. Bonne appétit!

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.