Ómótstæðileg eplakaka

Home / Fljótlegt / Ómótstæðileg eplakaka

Það er kominn tími til að dusta rykið af þessari uppskrift. Þetta er uppskrift að eplaköku sem er ekki bara ein af þeim betri sem ég hef bragðað heldur einnig sú langeinfaldasta. Fullkomin eftirréttur eftir góða máltíð, í kaffitímanum eða saumaklúbbnum. Þessi eplakaka er pottþétt með ís eða rjóma og hefur aldrei klikkað á minni vakt.

2013-03-01 18.03.52

2013-03-01 17.07.102013-03-01 17.15.002013-03-01 17.21.252013-03-01 18.03.56Ómótstæðileg eplakaka
125 g smjör, mjúkt
125 g sykur
125 g hveiti
3 græn epli, skorin í báta
kanilsykur
súkkulaðirúsínur

Aðferð

  1. Hnoðið saman smjör, sykur og hveiti þar til það er orðið að deigkúlu.
  2. Smyrjið eldfast mót og raðið eplabátunum í botninn.
  3. Stráið kanilsykri og súkkulaðirúsínum yfir eplabátana.
  4. Myljið deigið yfir blönduna.
  5. Látið inn í 200°c heitan ofn og bakið í um 30 mínútur eða þar til skorpan er orðin gullin.
    Berið fram með ís eða rjóma.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.