Ceviche lúða

Home / Fiskur / Ceviche lúða

Þessi réttur sérstaklega einfaldur og dásamlegur á bragðið. Hann er gerður sólahring áður en bera á hann fram. Fiskurinn eldast í sýrunni af limesafanum og verður við það þéttur í sér og einstaklega ferskur á bragðið. Fullkominn hollur og bragðgóður forréttur eða sem smáréttur og það án mikillar fyrirhafnar.

2013-02-23 18.24.39

Chevise lúða
800 g smálúða (eða annar hvítur fiskur)
safi úr 7 límónum
5-6 tómatar, skornir í teninga
2 avacado, skorin í teninga
1 rautt chillí, smátt saxað
1 rauðlaukur, skorið í sneiðar
1 búnt ferskt kóríander

Roðflettið fiskinn og beinhreinsið og skerið í um 3×3 cm bita. Látið fiskinn í ílát eða grunnt fat og kreistið yfir hann límónusafa.  Látið plastfilmu yfir ílátið og geymið yfir nótt eða allt að sólahring í kæli. Skerið grænmetið niður og blandið saman við fiskinn um klukkustund áður en rétturinn er borinn fram.

Leave your comment to Cancel Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.