Frönsk súkkulaðikaka með karmellukeim

Home / Fljótlegt / Frönsk súkkulaðikaka með karmellukeim

Þessi uppskrift birtist í áramótablaði Gestgjafans og vakti mikla lukku í einni veislu sem ég hélt um daginn. Franska súkkulaðiköku hef ég oft gert áður og fáar kökur sem eru jafn einfaldar og bragðgóðar. Þessi er eins og þessar frönsku nema að í þessari uppskrift er kókoshrásykur sem gefur henni dásamlegan karmellukeim. Það ætti enginn að verða fyrir vonbrigðum með þessa.

2013-03-17 11.00.53

Frönsk súkkulaðikaka með karmellukeim
200 g smjör
200 g súkkulaði 70%
150 g kókoshrásykur
4 stór eða 5 minni egg
1 dl fínt lífrænt spelthveiti eða heilhveiti

Ofaná
120 g súkkulaði 70%
3 msk rjómi

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 180°c.
  2. Bræðið smjör og súkkulaði við vægan hita yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni.
  3. Þeytið kókoshrásykur og egg saman þar til blandan verður ljós og loftkennd.
  4. Blandið saman spelthveiti og súkkulaðiblöndunni saman við eggjamassann.
  5. Setjið bökunarpappír í botninn á 24 cm smelluformi og hellið deiginu í formið.
  6. Bakið kökuna í miðjum ofni í 25 mínútur. Losið kökuna úr forminu og setjið á fallegan kökudisk, látið hana kólna.
  7. Bræðið súkkulaði og rjóma saman og dreifið yfir kökuna.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.