Fullkomin helgarpitsa

Home / pitsur / Fullkomin helgarpitsa

Ég hélt á dögunum pitsapartý fyrir fjölskyldu og vini og gerði þá þessar frábæru pitsur. Þar sem ég var með töluvert magn gerði ég deigið vel fram í tímann og lét í frysti. Tók þær svo út um morguninn og lét í þiðna í kæli og svo þurfti ég bara að skera niður grænmetið þegar að þessu kom og skella í pitsaofninn. Uppskriftin að þessum einfalda pitsabotni ásamt þessu óvenjulega en skemmtilega áleggi mun færa ykkur ansi nálægt hinni fullkomnu pitsu.  Í stað pitsasósu notaði ég ranch dressingu, setti kjúkling, gula papriku, vorlauk og mozzarella ost og bar hana fram með rucola. Hreint út sagt dásamleg og pínu sömmer…sem við elskum!

2013-04-07 18.02.36

2013-04-07 18.16.06

2013-04-07 18.48.56-32013-04-07 18.49.35Fullkomin helgarpitsa
Deig fyrir 2 meðalstórar pitsur
1/2 bolli heitt vatn
2 1/4 tsk þurrger
4 bollar hveiti
1 1/2 tsk salt
1 1/4 bolli vatn við stofuhita
2 msk ólífuolía

Aðferð

  1. Látið heita vatnið (1/2 bolli) í mælieiningakönnu (um 500ml). Stráið þurrgerinu yfir vatnið þannig að að liggi ofaná vatninu en hrærið ekki í blöndunni. Geymið.
  2. Blandið hveiti og salti saman í hrærivélaskál.
  3. Hellið vatninu við stofuhita saman við gerblönduna.
  4. Stillið hrærivélina (með hrærunni, ekki hnoðara) á lægsta styrk og hellið gerblöndunni saman við hveitið og því næst olíunni. Hrærið þar til deigið byrjar að myndast. Takið þá hræruna af hrærivélinni og látið hnoðarann í staðinn. Hnoðið á lágum styrk í um 5 mínútur. Þá hefur myndast flott deigkúla.
  5. Færið deigkúluna í olíusmurða skál og látið plastfilmu yfir skálina. Látið deigið tvöfaldast í stærð (um 1 1/2 tíma).
  6. Hnoðið deigið niður með höndunum og skiptið í tvennt og mótið pitsakúlurnar. (Ef þið ætlið að frysta deigið að þá er nú tími til þess. Látið plast utanum kúlurnar og setjið strax í frysti).  Látið rakan klút yfir pitsakúlurnar og látið liggja í 10 mínútur.
  7. Mótið pitsabotnana, penslið endana með olíu og látið álegg á.
  8. Setjið pitsuna á pitsastein sem hefur verið í ofni í um 30 mín eða látið í pitsaofn og bakið þar til skorpan er gullin.

Ef þið frystið deigið: Takið deigið úr frysti um morguninn og látið þiðna í ísskápnum. Takið úr ísskápnum klukkutíma áður en þið bakið pitsuna.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.