Sumardrykkurinn Basil Gimlet

Home / Kokteilar / Sumardrykkurinn Basil Gimlet

Það er algjörlega við hæfi að enda þennan síðasta vetrardag á þessum frábæra sumardrykk. Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem með uppskrift að kokteil, en eflaust ekki í það síðasta, enda alltaf jafn skemmtilegt að fá sér góðan kokteil á björtum sumardegi.

Gleymið Mojito því þetta sumarið er það Basil Gimlet sem verður það allra heitasta! Þessi drykkur er ótrúlega léttur, ferskur, sætur og sumarlegur og meira að segja þeir sem telja sig ekki drekka gin eru fljótir að breyta um skoðun þegar þeir bragða þennan. Hér stendur basilíkan enn og aftur fyrir sínu.

2013-04-24 18.37.38

Basil Gimlet
fyrir 2 glös
1 bolli sykur
2/3 bolli vatn
1 búnt fersk basilíka, gróflega söxuð
klakar
6 msk gin
4 msk límónusafi

Aðferð

  1. Byrjið á að búa til basilsýrópið með því að láta sykurinn, vatnið og basilíkuna saman í pott. Hitið og látið malla þar til að sykurinn er bráðinn. Kælið og geymið í amk. 30 mínútur (því lengur þeim mun meira verður basilíkubragðið). Sigtið basilíkuna því næst frá. Basilíkusýrópið mun duga í amk. um 4 drykki.
  2. Fyllið hristarann með klaka og látið 6 msk gin, 8 msk af basilíkusýrópi og 4 msk límónusafa út í og hristið kröftuglega í um 30 sekúndur.
  3. Hellið í glös, skreytið með basilíku og njótið.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.