Hráfæðikaka með súkkulaði ganache

Home / Eftirréttir & ís / Hráfæðikaka með súkkulaði ganache

Ég hef nú komið með þó nokkrar dásamlega góðar hráfæðikökur sem þið ættuð svo sannarlega að prufa ef þið hafið ekki enn látið verða að því. Í uppáhaldi eru holla og himneska súkkulaðikakan og litríka hráfæðikakan með hindberjamús.

Nú höldum við áfram og hér kemur kaka sem gefur hinum ekkert, hráfæðikaka með dásamlegu súkkulaðiganache. Eins og flestar hráfæðikökur er snilldin fólgin í því hversu einfaldar þær eru, en þeir sem mig þekkja vita að þegar kemur að kökuskreytingum er ég nokkuð vonlaus. Því henta hrákökurnar mér frábærlega, fyrir utan að þær ná algjörlega að uppfylla sætuþörfina hverju sinni.

Þessi dásemdar kaka er lítil í sniðum og hentar fullkomlega fyrir 4 einstaklinga eða einn voða svangan.

2013-05-26 08.07.342013-05-26 08.13.552013-05-26 08.15.34Hráfæðikaka með súkkulaði ganache
Botninn
100 g möndlur
70 g döðlur, steinlausar
1/2 tsk sjávarsalt

Fyllingin
1 1/2 avacado
70 g kakó
50 g kókosolía (fljótandi)
100 g kókospálmasykur (eða hrásykur)
1 vanillustöng
klipa af sjávarsalti

Aðferð

  1. Látið möndlurnar í matvinnsluvél og malið. Bætið síðan döðlunum og sjávarsaltinu saman við. Þegar það hefur myndast deigkúla er botninn tilbúinn. Ef deigið er þurrt má bæta við 1-2 msk af fljótandi kókosolíu.
  2. Látið deigið á smjörpappír og mótið botninn. Látið plastfilmu yfir og setjið í frysti á meðan þið gerið fyllinguna.
  3. Látið allt sem á að fara í fyllinguna í matvinnsluvél og blandið vel saman. Látið súkkulaðifyllinguna yfir botninn. Setjið í frysti í um klukkustund og njótið síðan!

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.