Lax með agúrkusalsa og sinnepskartöflum

Home / Fiskur / Lax með agúrkusalsa og sinnepskartöflum

Ein af mínum uppáhalds matreiðslubókum er bókin FRESH & EASY eftir höfundinn Jane Hornby. Í þessari bók kemur hún með uppskriftir af litríkum og ferskum mat sem eru bæði einfaldar og fljótlegar og hefur verið mikið notuð á mínu heimili. Hér birti ég eina frábæra uppskrift úr þessari bók sem ég eldaði um daginn, en það er lax með agúrkusalsa og sinnepskartöflum. Rétturinn var dásamlegur og ekki skemmdi að bjóða upp á glas af hvítvíni með.

fresh


2013-06-28 18.23.58 2013-06-28 18.43.09 2013-06-28 18.43.57

Lax með agúrkusalsa og sinnepskartöflum
fyrir 4
750 g kartöflur
1 agúrka
1/2 rauðlaukur
1 búnt ferskt dill
2 tsk hvítvínsedik
1 tsk sykur
800 g lax
1 tsk ólífuolía
4 msk sýrður rjómi eða majones
1 tsk gróft sinnep
salt og pipar

Aðferð

  1. Ef kartöflurnar eru stórar, skerið þær til helminga og sjóðið í söltu vatni í 15-20 mínútur eða þar til þær eru fulleldaðar.
  2. Fjarlægið fræin í agúrkunni með teskeið og skerið hana smátt.
  3. Skerið lauk og næstum því allt dillið smátt og látið í skál. Hellið hvítvínsedikinu yfir agúrkuna, stráið sykri yfir og saltið og piprið. Takið til hliðar.
  4. Stillið ofninn á grill. Skerið laxinn í bita. Látið hann á olíusmurt fat, saltið og piprið og látið litla dillgrein á hvern bita. Látið laxinn í ofninn í um 5-7 mínútur. Varist að ofelda hann (hann heldur áfram að eldast eftir að hann kemur úr ofninum).
  5. Hrærið saman sýrðum rjóma og sinnepi og blandið saman við volgar kartöflurnar.
  6. Látið fiskinn á disk, agúrkusalsa yfir fiskinn og berið fram með kartöflunum.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.