Sumarsalat með jarðaberjum og balsamik kjúklingi

Home / Fljótlegt / Sumarsalat með jarðaberjum og balsamik kjúklingi

Á sumrin veit ég fátt betra en að fá mér kjúklingasalat og hvítvín í sólinni. Eins og allir vita hefur hinsvegar lítið borið á sólinni þetta sumarið og kjúklingasalatið óvart setið á hakanum. Biðinni lauk hinsvegar í dag! Sólin kemur kannski ekki, en kjúklingasalat skyldi ég fá mér og mögulega hvítvínglas með. Þetta kjúklingasalat er ferskt, hollt og bragðast gjörsamlega frábærlega. Hér er það balsamikdressingin sem setur punktinn yfir i-ið.

2013-07-16 18.05.55

IMG_0080-2

IMG_0079

Sumarsalat
3 kjúklingabringur
1/2 bolli balsamik dressing (til marineringar)
1 salatpoki að eigin vali
1 avacado, skorið í teninga
1 box jarðaber
4 baconstrimlar, eldaðir stökkir og skornir í bita
100 g pekanhnetur, gróft saxaðar
hreinn fetaostur mulinn niður
balsamikdressing

Balsamik dressing
1/2 bolli balsamik edik
1/2 bolli ólífuolía
2 msk dijon sinnep
2 tsk hunang
2 hvítlauksrif, pressuð
1/2 tsk salt
1/2 tsk pipar

Aðferð

  1. Öllum hráefnum fyrir dressinguna er blandað vel saman í skál.
  2. Takið því næst 1/2 bolla af dressingunni og látið kjúklingabringurnar marinerast í henni í 30 mínútur eða meira.
  3. Grillið kjúklinginn. Blandið saman hráefnum fyrir salatið og berið fram með balsamik dressingu.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.