Klassísk frönsk súkkulaðikaka

Home / Eftirréttir & ís / Klassísk frönsk súkkulaðikaka

Ég get ekki látið það vera að setja þessa dásamlegu köku inn á síðuna. Hér er þó ekkert nýtt á ferðinni, heldur hin dásamlega og ofureinfalda franska súkkulaðikaka sem svo margir kannast við. Hana hef ég eldað í mörg ár og mun eflaust gera í mörg ár í viðbót, enda hefur þessi aldrei klikkað og vekur alltaf jafn mikla lukku. Kakan er dásamleg með vanilluís og/eða þeyttum rjóma.

2013-07-17 18.23.11

Frönsk súkkulaðikaka
Botn
2 dl sykur
200 g smjör
200 g suðusúkkulaði
1 dl hveiti
4 stk egg

Aðferð

  1. Þeytið eggin og sykurinn vel saman.
  2. Bræðið smjörið og súkkulaðið saman við vægan hita í potti.
  3. Blandið hveitinu saman við eggin og sykurinn.
  4. Bætið bráðnu súkkulaðinu og smjörinu að lokum varlega út í deigið.
  5. Bakið í vel smurðu tertuformi við 170°C í um 30 mínútur.

Súkkulaðibráð
150 g suðusúkkulaði
70 g smjör
2 msk síróp

Aðferð

  1. Látið hráefnin saman í pott og bræðið við lágan hita. Kælið bráðina lítillega og berið síðan á kökuna.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.