Brokkolísalatið sem beðið er eftir

Home / Bröns / Brokkolísalatið sem beðið er eftir

Ég setti um daginn uppskrift að fræhrökkkexinu sem vakti mikla lukku hjá ykkur lesendur góðir. Á myndinni sást glitta í girnilegt brokkolísalat sem ég hef nú fengið margar fyrirspurnir um hvenær ég muni nú eiginlega birta uppskriftina af!!! Satt best að segja að þá átti hún löngu að vera komin inn – en eins og maður segir þegar maður er í tómu rugli – betra seint en aldrei!
EN nóg um það – hér kemur það – tadddarraraaaaaa – Brokkolísalatið sem er gjörsamlega gordjöss í öllu sínu veldi. Það þarf varla að taka það fram að það er eins auðvelt og hlutirnir gerast og við erum að elska það!

2013-10-029

2013-10-28 15.54.13 (1)

Brokkolí salat
2 búnt broccolí, stilkarnir skornir frá
1 rauðlaukur
1 dl furuhnetur
1 dl Hellmann’s majones
1/2 dl sýrður rjómi
1 dl sykur
3 tsk. edik

  1. Saxið brokklí og rauðlauk MJÖG smátt.
  2. Þeytið majones, sýrðum rjóma, sykur og edik vel saman eða þar til blandan er orðin dálítið froðukennd.Blandið öllu vel saman.
  3. Geymið aðeins í kæli áður en þetta er borðað. Verður bara betra eftir því sem á líður, jafnvel daginn eftir. Berið fram með brauði eða stökku kexi, t.d. hrökkkexinu góða

*Sumum þykir betra að hafa meira af sýrðum rjóma og þá má breyta hlutföllunum í 1 dl sýrður og 1/2 dl majones eða prufa sig áfram eftir eigin smekk.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.