Spicy kjúklingaleggir með gráðostasósu

Home / Fljótlegt / Spicy kjúklingaleggir með gráðostasósu

Í gamla gamla gamla daga, vann ég á veitingastað þar sem fjörug tónlist ómaði, íklædd stuttum hvítum kjól sem var allur útnældur. Þessi staður hét Hard Rock Café og var staðsettur í Kringlunni. Matseðillinn samanstóð af réttum sem enn þann daginn í dag standa fyrir sínu eins og ostastangirnar,  salatvefjurnar, grísaborgarinn, grænmetisborgarinn, brownie ístertan, djöflatertan og og og…. réttir sem geta ekki og munu ekki klikka.

Ég fékk nýlega uppskrift hjá vini mínum honum Kára Gunnarssyni af Spicy kjúklingaleggjum með gráðostasósu sem er réttur ekki frábrugðin þeim sem að HRC, þar sem Kári var kokkur, bauð upp á og er algjörlega to-dæ-for! Hér er á ferðinni réttur sem gaman er að bjóða upp á sem skemmtilegan forrétt eða láta á hlaðborð og er vís til að slá í gegn.

kjulli og gráðostasósa

Spicy kjúklingaleggir með gráðaostasósu
900 g kjúklingaleggir

Marinering
3 msk smjör, brætt
4 msk Hot Pepper Sauce (Santa Maria)
1 msk paprikuduft
1/2 tsk sjávarsalt, fínt
1/2 tsk cayenne pipar
1/4 tsk svartur pipar

  1. Smjörið er brætt í potti við lágan hita.
  2. Öllu hinu hráefninu er blandað saman í skál með pískara.
  3. Semi-kælt smjör bætt ofaná blönduna og hrært saman. (Geymið c.a. 3 msk til hliðar í sér skál (bætist ofaná fulleldaða kjúlla)
  4. Látið kjúklingaleggi í marineringuna og látið standa í 30 mín. Ofnbakið/grillið þá síðan í c.a 20- 25 mín á 200° eða þar til fulleldaðir

Gráðostasósa
1 dós sýrður rjómi ( 18%)
2 1/2 dl rifinn gráðaostur
2 1/2 dl majónes
4 msk rauðvínsedik
2 hvítlauksgeirar

  1. Skellið öllu þessu saman í matvinnsluvél þar til að þetta verður sósa.Gott er að hafa sellerí í meðlæti sem mildar “spicy” bragðið.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.