Karmellukjúklingur

Home / Fljótlegt / Karmellukjúklingur

Í aðdraganda jólanna er svo gott að gera vel við sig í mat, drykk og góðum félagsskap. Ég kýs að hafa matinn afslappaðan og einfaldan en þó hátíðlegan á skemmtilegan hátt. Karmellukjúklingurinn fellur undir þann flokk og svo gaman að hóa góða vini saman og gæða sér á þessum dásamlega rétti.

karmellukjúklingur

Karmellukjúklingur
4 kjúklingabringur
1 msk olía
8 hvítlauksrif,  afhýdd*
120 ml vatn
70 g ljós púðursykur
60 ml hrísgrjónaedik
1 1/2 cm engiferbiti, skorinn í tvennt
240 ml kjúklingakraftur (eða 240 ml vatn og 1 teningur kjúklingakraftur)
60 ml soyasósa
2 vorlaukar, skornir í þunnar sneiðar

  1. Steikið kjúklingabringurnar upp úr olíu á pönnu við meðalhita þar til þær eru eldaðar í gegn. Takið af pönnunni og geymið. Á sömu pönnu, steikið hvítlauksrifin þar til þau hafa brúnast lítillega. Takið af pönnunni og geymið.
  2. Hellið því næst 120 ml af vatni á pönnuna og skrapið botninn á pönnunni og náið því sem kom fram við steikingu kjúklingsins. Bætið púðursykri saman við og hrærið þar til hann er uppleystur. Látið malla í um 4 mínútur. Bætið þá hrísgrjónaedikinu varlega saman við.
  3. Látið engiferbitana, kjúklingakraft og soyasósu út á pönnuna og látið malla í 10 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað. Takið hvítlauks og engiferbitana úr sósunni.
  4. Lækkið hitann á pönnunni og látið kjúklingabringurnar út í karmellusósuna og hitið þær. Berið karmellukjúklinginn fram með hrísgrjónum og vorlauk.

*Hvítlaukurinn og engiferið er einungis til bragðbætingar og tekið úr þegar að sósan er tilbúin.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.