Súkkulaði Baileys bomba

Home / Eftirréttir & ís / Súkkulaði Baileys bomba

Þessi kaka er fyrir alla súkklaði og Baileys elskendur þarna úti, sem ég ímynda mér að sé dágóður fjöldi fólks, enda fátt sem slær þessari tvennu út. Samankomin í köku mætti segja að hér sé hrein fullkomnun á ferð.

Hér skiptir miklu máli að ofbaka ekki kökuna þannig að hún sé mjúk og jafnvel pínu klístruð…ummmmmmmm!

baileys

IMG_8283 IMG_8294

Súkkulaði Baileys bomba
150 g smjör, skorið í teninga
100 g gæðasúkkulaði, saxað
100 g sykur
100 g púðusykur
50 g kakó, sigtað
180 ml Baileys
170 g hveiti
1 1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
3 egg, við stofuhita

Baileys súkkulaðikrem
200 g gæðasúkkulaði, saxað
100 ml rjómi
100 ml Baileys
hnífsoddur salt
15 g smjör, við stofuhita

  1. Látið smjör,súkkulaði,sykur,kakóduft og Baileys í pott undir vægum hita. Þegar súkkulaðið og smjörið hafa bráðnað hrærið þá vel í blöndunni og passið að hún sé kekkjalaus. Takið af hitanum og leyfið að kólna í fimm mínútur.
  2. Sigtið saman hveiti, lyftidufti, matarsóda og salti og takið til hliðar.
  3. Hrærið eggjum saman við súkkulaðiblönduna og bætið síðan hveitinu varlega saman við og blandið því saman við með sleif þar til blandan er orðin laus við kekki.
  4. Látið í smurt 20-21 cm kökuform í 160°c heitan ofn og bakið í 40-45 mínútur. Þegar hún er tilbúin ætti að myndast smá sprunga efst á kökunni. Varist að ofbaka hana.
  5. Takið úr ofni og leyfið að kólna í 10 mínútur áður en þið takið hana úr forminu.

 

  1. Gerið súkkulaðikremið með því að bræða súkkulaðið í vatnsbaðið eða örbylgjuofni.
  2. Látið rjóma, Baileys og salt í pott og hitið að suðu. Bætið súkkulaðinu saman við og leyfið aðeins að standa, hrærið síðan varla í blöndunni og hrærið síðan smjörinu saman við.
  3. Geymið kremið við stofuhita þar til það er orðið nægilega þykkt til að fara á kökuna.
  4. Setjið þá á og berið kökuna fram með ís, rjóma eða bæði!

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.