Orkunammi með tröllahöfrum,döðlum, möndlum og dökku súkkulaði

Home / Fljótlegt / Orkunammi með tröllahöfrum,döðlum, möndlum og dökku súkkulaði

Hér er á ferðinni smá sælgæti sem er stútfullt af góðri næringu og gefur manni orkuskot þegar að maður þarf sem mest á því að halda. Það er gott að hafa þessar við höndina. YumYum!

IMG_8578 IMG_8593-2

Orkunammi
14 stk
100 g tröllahafrar
50 g dökkt súkkulaði, saxað
50 g rúsínur
50 g steinlausar döðlur, saxaðar
25 g möndlur
100 g hunang
30 g sýróp

  1. Blandið tröllahöfrum, súkkulaði, rúsínum, döðlum og möndlum saman í skál.
  2. Mýkið hunang og sýróp á pönnu og blandið haframjölsblöndunni saman við  og ristið í smá stund. Hrærið vel í blöndunni. Takið pönnuna af hitanum og mótið í 14 múslístykki og látið þau á smjörpappír.
  3. Bakið við 180°c í 10 mínútur, fylgist vel með og varist að þetta brenni. Kælið á bökunarplötunni.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.