Pestófyllt fléttubrauð

Home / Brauð & samlokur / Pestófyllt fléttubrauð

Þetta fallega pestófyllta fléttubrauð er hluti af færslu sem birtist frá GulurRauðurGrænn&salt í fermingarblaði Morgunblaðsins á dögununum en hér er á ferðinni brauð sem gaman er að bera fram í veislum. Brauðið er mjúkt og bragðgott og lítur skemmtilega út. Það má fylla með í rauninni hverju sem er, pestó að eigin vali, sólþurrkuðum tómötum, fetaosti og um að gera að prufa sig áfram. Þið vekjið lukku með þetta ljúffenga brauð á borðunum.

IMG_8877

Pestófyllt fléttubrauð
240 ml volgt vatn
2 tsk þurrger
360 g hveiti
1 msk ólífuolía
1 tsk salt
basilpestó, t.d. frá Sacla
parmesan, rifinn

  1. Látið vatnið í skál og stráið þurrgerinu yfir. Leyfið að standa í 10 mínútur en á þeim tíma ætti gerið að byrja að freyða.
  2. Bætið hveiti, olíu og salti saman við og hnoðið deigið vel. Bætið við hveiti eftir þörfum. Mótið kúlu úr deiginu og setjið í olíuborna skál. Látið lyfta sér í um klukkustund eða þar til deigið hefur tvöfaldast.
  3. Fletjið því næst deigið út á hveitistráðu borði þar til þið hafið myndað ferhyrning ca. 45 x 30 cm á stærð. Látið þá vel af pestó á deigið og rúllið því síðan upp. Skerið því næst rúlluna til helminga á lengdina. Festið endana saman efst og fléttið bitana saman og látið sárið snúa sem mest upp. Tengið að lokum endana saman þannig að úr myndist krans. Færið yfir á bökunarplötu hulda smjörpappír og leyfið að lyfta sér í um 20 mínútur.
  4. Rífið parmesanost yfir brauðið og bakið í 200°c hita í um 30 mínútur.

 

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.